Rannsóknarmiðstöð í jarðskjálftaverkfræði

1.jpg

Jarðskjálftaverkfræði

Tilgangur rannsókna í jarðskjálftaverkfræði á vegum Miðstöðvarinnar er að afla þekkingar á eðli og áhrifum jarðskjálfta. Helstu viðfangsefni eru:

  • Töluleg líkön af jarðskjálftum
  • Mælingar
  • Jarðskjálftaáraun
  • Kerfisgreining bygginga
  • Jarðskjálftavörn flókinna virkja
  • Áhættugreining bygginga
  • Jarðskjálftaþol vatnsaflsvirkjana
  • Jarðskjálftaþol lagnakerfa

 


Rannsóknarmiðstöð í jarðskjálftaverkfræði

Rannsóknarmiðstöð Háskóla Íslands í jarðskjálfta-verkfræði var komið á fót árið 2000 samkvæmt sérstökum samningi milli Háskóla Íslands, menntamála-ráðuneytisins, dómsmálaráðuneytisins, Sveitarfélagsins Árborgar og Almannavarna ríkisins.

ICEARRAY

ICEARRAY er fylking hröðunarmæla (sú fyrsta á Íslandi), staðsett í Hveragerði og fylgist með jarðskjálftum á gosbeltinu, Hengli og Suðurlandsbrotabeltinu.

Gagnabanki

Tímaraðir úr jarðskjálftum mældum í Landsneti hröðunarmæla og eru yfir 4 að stærð má finna í gagnabankanum.