Rannsóknir

Rannsóknarverkefni á Jarðskjálftamiðstöðinni fela í sér greiningar-, reiknings- og tilraunaaðferðir í fast- og vökvaafli. Þetta felur meðal annars í sér líkinda- og tölfræðilegar aðferðir. Vandamál í aflfræði sem tengjast byggingarverkfræði og umhverfisverkfræði, sem og tengdum sviðum, eru helst tekin fyrir. Sérstök áhersla er lögð á rannsóknir í jarðskjálfta- og vindverkfræði. Viðfangsefni sem við veitum sérstakan áhuga eru sveiflu- og hreyfifræði flókina mannvirkja og notkun tölva í aflfræði, einkum á sviði hreyfifræði mannvirkja.

Meginmarkmið jarðskjálftaannsókna á miðstöðinni er að öðlast þekkingu á eðli jarðskjálfta og áhrif þeirra. Helstu rannsóknarsvið eru eftirfarandi:

  • Stærðfræðileg líkanagerð af jarðskjálftum
  • Mælingar
  • Jarðskjálftaálag
  • Staðbundin áhrif
  • Kerfisgreining  mannvirkja
  • Jarðskjálftasvörun flókinna mannvirkja
  • Jarðskjálftaráhættugreining
  • Jarðskjálftaburðargeta vatnsaflsvirkjana
  • Jarðskjálftaburðargeta líflína

Miðstöðin rekur og viðheldur Icelandic Strong-Motion Network og dreifir gögnum í gegnum Internetið fyrir European Strong Motion Data (ISESD). Yfirstandandi mælingar verkefni eru  meðal annars starfrækt fyrir svörun mannvirkja með tilliti til vind- og jarðskjálftavirkni, ásamt söfnun gagna sem krafist er fyrir umhverfis- og byggingarverkfræðihönnun.

Í Jarðskjálftamiðstöðinni (EERC) eru þverfaglegar rannsóknir framkvæmdar á eðli og áhrifum jarðskjálfta. EERC hýsir einnig nytjaaflfræði tilraunastofu  þar sem rannsóknir á sviði reiknilegrar- og tilraunavélfræði eru framkvæmdar. Áhersla er lögð á að beita líkönum og tölfræðilegum aðferðum innan áhættugreiningar og áhættustýringar.

Rannsóknir á ýmsum verkefnum hafa verið framkvæmdar sem fjalla um fjölbreytt umfangsefni, allt frá hönnun á gerviútlima til hönnunar á 200 m hárri jarðstíflu.

Sérstök áhersla hefur verið lögð á rannsóknir sem tengjast umhverfi Íslands, td rannsóknir á jarðskjálftum, vindi og snjó. Jarðskjálftamiðstöðin hefur gert viðamiklar mælingar á hröðun í jarðskjálftum á virkustu jarðskjálftasvæðum Íslands, þ.e. á Suður- og Norðurlandi. Tilgangur mælinganna er að meta áhrif jarðskjálfta á mannvirki. Mælikerfi hafa verið sett upp í mannvirkjum til að mæla svörun við jarðskjálftum. Aðrar tegundir mælinga hafa verið gerðar af EERC eins og til dæmis vind-, titrings- og snjóflóðarmælingum. Niðurstöður mælinganna hafa meðal annars verið notaðar til áhættumats og áhættustýringar.

Á undanförnum árum hafa margir nemendur í framhaldsnámi sem krefjst skila á rannsóknarverkefni unnið að því innan miðstöðvarinnar . Jarðskjálftamiðstöðin er í stöðugri þróun og veitir gott starfsumhverfi fyrir nemendur í rannsóknartengdu framhaldsnámi.